Gylfi Þór Sigurðsson verður frá í 6-8 vikur vegna meiðsla á hné. Everton hefur staðfest þetta.
Tímabilið er því líklega búið hjá honum með Everton.
Það eru þó góðar fréttir fyrir ÍSlendinga að GYlfi verður klár í slaginn á HM í Rússlandi.
,,Við fylgjumst með Gylfi í hverri viku núna og læknaliðið mun fylgjast með honum. Við reynum að koma honum á völlinn sem fyrst,“ sagði Sam Allardyce stjóri Everton.
Gylfi meiddist á hnéi gegn Brighton um helgina en margir óttuðust fyrst að meiðslin myndu halda honum frá HM í sumar.
Svo er ekki og verður Gylfi í fullu fjöri ef allt er eðlilegt í Rússlandi.