Roma tók á móti Shakhtar Donetsk í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 1-0 sigri heimamanna.
Það var Eden Dzeko sem skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik en fyrri leik liðanna lauk með 2-1 sigri Shakhtar og Roma fer því áfram á útivallarmarki.
Heimemnn gerðu sitt besta til þess að tefja, eftir því sem leið á leikinn og voru leikmenn Shakhtar orðnir ansi pirraðir undir lok leiksins.
Einn leikmaður liðsins varð svo þreyttur á einum boltastráknum á vellinum að hann grýtti honum yfir auglýsingaskilti til þess að ná af honum boltanum en við þetta sauð allt upp úr.
Myndband af þessu fáránlega atviki má sjá hér fyrir neðan.
After the red card to Ordets, Ferreyra pushes a #ballboy over the barriers of the advertisers… a tremendous dispute starts between the two teams. Ferreyra takes just a yellow card!
Video: 👇 pic.twitter.com/3YhS05VwsS
— Il Romanista English 🚀 (@ilRomanistaEN) March 13, 2018