Danny Welbeck, framherji Asenal er sáttur með þá samkeppni sem ríkir hjá félaginu þessa dagana.
Félagið keypti Alexandre Lacazette í sumar frá Lyon og átti hann fast sæti í liðinu í upphafi leiktíðar.
Þá keypti félagið Pierre-Emerick Aubameyang frá Dortmund í janúarglugganum og því ljóst að það er hart barist um framherjastöðuna í dag.
„Ég fagna þessari samkeppni og ég er vanur henni,“ sagði Welbeck.
„Allsstaðar þar sem ég hef spilað hefur verið samkeppni og ég hef þurft að sanna mig. Hvort sem ég hef verið að spila fyrir unglingaakademíur eða stórlið á Englandi.“
„Samkeppnin gerir þig að betri leikmanni og hún hvetur mig áfram,“ sagði hann að lokum.