Arsenal tók á móti Watford í ensku úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk með 3-0 sigri heimamanna.
Það voru þeir Shkodran Mustafi, Pierre-Emerick Aubameyang og Henrikh Mkhitaryan sem skoruðu mörk Arsenal í dag og lokatölur því 3-0 fyrir heimamenn.
Mesut Ozil lagði upp fyrsta mark Arsenal sem Mustafi skoraði og hefur hann nú lagt upp 50 mörk í ensku úrvalsdeildinni síðan hann kom til Arsenal árið 2013.
Það tók Þjóðverjann 141 leik að ná 50 stoðsendingum sem er nýtt met í ensku úrvalsdeildinni.
Eric Cantona, fyrrum fyrirliði Manchester United átti metið en það tók hann 143 leiki að leggja upp 50 mörk í deild þeirra bestu.