Arsenal tók á móti Watford í ensku úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk með 3-0 sigri heimamanna.
Það voru þeir Shkodran Mustafi, Pierre-Emerick Aubameyang og Henrikh Mkhitaryan sem skoruðu mörk Arsenal í dag og lokatölur því 3-0 fyrir heimamenn.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal var mjög sáttur með 3 stig í gang eftir erfðar vikur undanfarið.
„Við náðum í sigur hér í dag sem var afar mikilvægt eftir leikinn gegn AC Milan, þetta snýst allt um stöðugleika,“ sagði Wenger.
„Watford reyndi að koma tilbaka í seinni hálfleik og við lentum í smá vandræðum með þá en heilt yfir vorum við sterkari aðilinn í leiknum og áttum sigurinn skilinn,“ sagði hann að lokum.