Manchester United tók á móti Liverpool í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag en leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna.
Það var Marcus Rashford sem skoraði bæði mörk United í fyrri hálfleik en sjálfsmark frá Eric Bailly reyndist eina mark Liverpool í dag.
Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool var svekktur með tapið og ósáttur með sjálfan sig í öðru marki United.
„Við komum okkur í vandræði. Ég hefði átt að gera betur í öðru markinu, ég bjóst ekki við því að fá boltann í mig þarna,“ sagði varnarmaðurinn.
„Hann skaust í mig þannig að þetta var smá óheppni líka. Þeir leyfðu okkur að vera með boltann og sátu til baka á eigin heimavelli, sérstaklega í seinni hálfleik og beittu skyndisóknum.“
„Við vorum í slæmum málum í seinni hálfleik og getum bara sjálfum okkur um kennt. Við þurfum að skoða vel hvað fór úrskeiðis í fyrri hálfleik,“ sagði Van Dijk að lokum.