Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu er nú lokaður.
Það er hins vegar alltaf nóg af slúðri en það er BBC sem tók saman.
—————
Neymar sér eftir því að hafa farið til Frakklands og vill snúa aftur til Barcelona. (Mundo Deportivo)
Manchester City ætlar að blanda sér í baráttuna um Thomas Lemar, sóknarmann Monaco. (Telegraph)
Manchester United íhugar að virkja klásúlu í samningi Samuel Umtiti, varnarmanns Barcelona. (Talksport)
Þá íhugar United einnig að fá til sín Sokratis Papastathopoulos, varnarmann Dortmund en félagið hefur sent njósnara til þess að fylgjast með honum nokkrum sinnum. (Mirror)
N’Golo Kante hefur engan áhuga á því að snúa aftur til Frakklands og spila fyrir PSG. (London Evening Standard)
Hector Bellerin, bakvörður Arsenal er nálægt því að ganga til liðs við Juventus. (Mirror)
Robert Lewandowski vill komast burt frá Þýskalandi en bæði Real Madrid og Chelsea hafa áhuga á honum. (Bleacher Report)
West Ham vill fá Okay Yokuslu, miðjumann Travzonspor. (AS)
Ryan Sessegnon og Alex Sandro eru efstir á óskalista PSG en þeir vilja fá nýjan vinstri bakvörð í sumar. (Talksport)