Manchester United tók á móti Liverpool í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag en leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna.
Það var Marcus Rashford sem skoraði bæði mörk United í fyrri hálfleik en sjálfsmark frá Eric Bailly reyndist eina mark Liverpool í dag.
Mail greinir frá því í dag að Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri liðsins hafi rætt við leikmenn liðsins fyrir stórleikinn í dag.
Ferguson mætti á Lowry hótelið í Manchester í gærkvöldi en dvelja leikmenn liðsins iðulega þegar að það er leikur framundan.
Ferguson gaf þeim ábendingar um það hvernig sé best að haga lokaundirbúningi sínum fyrir leikina gegn Liverpool en hann stýrði liðinu margoft gegn Liverpool á ferlinum og hafði oft á tíðum vinninginn.
Þetta virðist hafa kveikt vel í leikmönnum liðsins en þeir voru frábærir í dag, sér í lagi í fyrri hálfleik.