Chelsea tók á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna.
Willian kom Chelsea yfir áður en Martin Kelly varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark en það var Patrick van Aanholt sem skoraði mark gestanna undir lok leiksins.
Antonio Conte, stjóri Chelsea var að vonum sáttur með stigin þrjú og að brúa bilið á toppliðin.
„Við sköpuðum heilan helling í kvöld og áttum með réttu að skora fleiri mörk. Við fengum á okkur mark undir lok leiksins en við gerðum við í að halda þeim frá vítateig okkar, mest allan leikinn,“ sagði Conte.
„Við áttum sigurinn skilið fannst mér í kvöld. Við spiluðum mjög vel gegn öflugu liði sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Við reyndum að drepa leikinn en það gekk erfiðilega.“
„Við þurfum að bæta færanýtinguna okkar í næstu leikjum, það er klárt mál en heilt yfir er ég mjög sáttur með mitt lið í kvöld,“ sagði hann að lokum.