Arsene Wenger, stjóri Arsenal er að ganga í gegnum erfiða tíma þessa dagana.
Gengi liðsins hefur verið afar dapurt að undanförnu og hafði liðið tapað fjórum leikjum í röð í öllum keppnum áður en kom að leiknum gegn AC Milan í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær.
Wenger tókst hins vegar að snúa við blaðinu í gær og vann Arsenal frábæran 2-0 sigur gegn AC Milan í fyrri leik liðanna.
Wenger greindi frá því á blaðamannafundi í morgun að hann hefði átt erfitt með svefn að undanförnu og að margir stjórar hefðu hringt í hann til þess að hvetja hann áfram.
Þar á meðal var Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Manchester United sem hringdi í Wenger í vikunni til þess að sýna honum stuðnings.