Arsene Wenger, stjóri Arsenal er að ganga í gegnum erfiða tíma þessa dagana.
Gengi liðsins hefur verið afar dapurt að undanförnu og hafði liðið tapað fjórum leikjum í röð í öllum keppnum áður en kom að leiknum gegn AC Milan í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær.
Stærsta tapið kom gegn Manchester City í úrslitum enska Deildarbikarsins en Arsenal sá aldrei til sólar í leiknum og tapaði 0-3.
„Það sem að situr mest í mér þessa dagana eru úrslit Deildarbikarsins. Við töpuðum gegn besta liðið landsins en við lögðum mikið á okkur til þess að koamst i úrslitaleikinn,“ sagði Wenger.
„Ég hef sagt það áður en þar sem að gengið hefur ekki verið gott er enginn að tala um þetta. Það pirrar mig að úrslitaleikurinn sé spilaður á miðju tímabili.“
„Ef þú tapar úrslitaleiknum þá ferðu langt niður, á miðju tímabili sem er alls ekki gott,“ sagði Wenger að lokum.