Daniel Sturridge, framherji Liverpool gekk til liðs við WBA á láni í janúarglugganum.
Liverpool hafði vonast til þess að selja leikmanninn en ekkert félag var tilbúið að borga uppsett verð og því var ákveðið að lána hann.
WBA borgar stóran hluta af launum Sturridge eða um 120.000 pund á viku en síðan hann kom til London hefur hann aðeins spilað í 77. mínútur fyrir félagið.
Hann hefur nú þegar kostað WBA 2 milljónir punda og gæti endað á því að kosta félagið 4 milljónir punda, jafnvel þótt hann spili ekki aðra mínútu fyrir WBA.
Sturridge hefur ekki ennþá klárað leik fyrir WBA og þá á hann einnig eftir að skora mark fyrir félagið.