Manchester United tekur á móti Liverpool í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á morgun klukkan 12:30.
United situr sem stendur í öðru sæti deildarinnar með 62 stig á meðan Liverpool er í þriðja sætinu með 60 stig og því ljóst að það er mikið undir á morgun.
Gary Neville, fyrrum fyrirliði United og sparkspekingur hjá Sky Sports telur að hans menn muni vinna á Old Trafford á morgun og segir ástæðuna fyrir því einfalda.
„United er alltaf líklegra liðið þegar að þeir spila á sínum heimavelli,“ sagði Neville.
„Þegar að þú spilar á móti Liverpool þarftu að halda út, fyrsta hálftímann, sérstaklega á Anfield. Þeir eru hins vegar allt annað lið þegar að þeir spila á heimavelli.“
„Mér fannst Liverpool oft á tíðum lenda í vandræðum á Old Trafford vegna stærðar vallarins, þótt að Anfield og Old Trafford séu svipaðir að stærð á pappír þá er eitthvað við Old Trafford sem gerir Liverpool erfitt fyrir.“
„Það eru tveir mjög stórir leikir framundan hjá United, gegn Sevilla og Liverpool. Þessir tveir leikir gætu haft úrslitaáhrif á tímabilið hjá félaginu. Það verður mjög forvitnilegt að sjá hvernig hann stillir upp liði sínu á morgun,“ sagði Neville að lokum.