Dietmar Hamann, fyrrum leikmaður Liverpool hefur enga trú á því að Alexis Sanchez muni slá í gegn hjá Manchester United.
Sanchez kom til félagsins í janúarglugganum í skiptum fyrir Henrikh Mkhitaryan og er í dag launahæsti leikmaður liðsins.
Hann hefur hins vegar ekki farið af stað með þeim látum sem fólk átti von á og segir Hamann að hann hafi ekki trú á því að hann muni slá í gegn.
„Ég er ekki viss um að hann muni gera sömu hluti með United og hann gerði með Arsenal á sínum tíma,“ sagði Hamann.
„Hann er að nálgast þrítugt, hann er leikmaður sem treystir mikið á kraftinn og orkuna og það er farið að draga af honum, það sést á leik hans.“
„Fyrir mér er hann ekki sami leikmaður í dag og þegar hann kom fyrst til Arsenal árið 2014,“ sagði Hamann að lokum.