Manchester City tekur á móti Basel í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld klukkan 19:45 og eru byrjunarliðin klár.
Fyrri leik liðanna lauk með þægilegum 4-0 sigri City í Sviss og því ljóst að róðurinn verður þungur fyrir gestina í kvöld.
Pep Guardiola gerir nokkrar breytingar á sínu liði frá því um helgina og fá margir lykilmenn liðsins hvíld í kvöld.
Stuðningsmenn Basel eru mættir til Manchester til þess að styðja sitt lið, þrátt fyrir að vera 0-4 undir í einvíginu og örkuðu þeir um götur borgarinnar í dag og sungu hástöfum.
Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.
Thousands of FC Basel fans have turned up in Manchester for the second leg tonight…….Respect! #MCIFCB #UCL #FCBasel 🔥👊🏼🇨🇭 pic.twitter.com/qKuyWdkkCn
— TheRealCasuals (@Real_Casuals_66) March 7, 2018