Emre Can, miðjumaður Liverpool hefur verið sterklega orðaður við brottför frá félaginu að undanförnu.
Samningur hans við félagið rennur út í sumar og hefur hann m.a verið sterklega orðaður við Juventus á Ítalíu.
Can hefur verið frábær fyrir Liverpool í undanförnum leikjum og vilja margir stuðningsmenn félagsins að klúbburinn geri allt til þess að halda Þjóðverjanum.
„Auðvitað hugsa ég stundum um framtíð mína, það er eðlilegt, ég er knattspyrnumaður sem vil ná árangri,“ sagði Can.
„Ég hef hins vegar ekki samið við annað félag, ég er einbeittur á að klára tímabilið með Liverpool. Við viljum enda tímabilið í öðru sæti deildarinnar og við erum komnir í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.“
„Liverpool á hug minn allan og ég einbeiti mér að félaginu þessa stundina. Ég hef tjáð umboðsmanni mínum að hafna öllum tilboðum frá öðrum félögum. Ég vil bara einbeita mér að fótboltanum,“ sagði hann að lokum.