Það bendir margt til þess að Sam Allardyce stjóri Everton verði ekki stjóri liðsins á næstu leiktíð.
Stóri Sam tók við Everton í vetur eftir að Ronald Koeman var rekinn úr starfi.
Stuðningsmenn Everton eru ekki hrifnir af hugmyndafræði Stóra Sam og eigendur félagsins eru ekki vissir um að hann sé framtíðar maður.
Eigendur Everton vilja komast í baráttu um Meistaradeildarsæti.
Paulo Fonseca, Marco Silva og Arsene Wenger hafa verið orðaðir við starfið síðustu daga.
Nú er sagt að Everton horfi til Eddie Howe hjá Bournemouth en þar hefur hann unnið magnað starf.
Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Everton er vanur tíðum þjálfarabreytingum eftir dvöl sína hjá Swansea.