Raddirnar um að Arsene Wenger stjóri Arsenal láti af störfum heyrast alltaf meira og meira.
Stuðningsmenn Arsenal hafa gefist upp á Wenger og nú er sagt að eigendur félagsins skoði stöðuna alvarlega.
Arsenal er samkvæmt helstu blöðum að skoða það hvort rétt sé að Wenger láti af störfum og hver ætti þá að taka við.
Carlo Ancelotti, Joachim Löw og fleiri stór nöfn hafa verið nefnd til sögunnar.
Nú segja svo ensk blöð að Arsenal hugnist sú hugmynd að fá inn breskan stjóra og þá eru tveir nefndir til sögunnar.
Brendan Rodgers stjóri Celtic er annar af þeim en hann hefur reynslu af því að stýra stórum liðum. Einnig er stjóri Jóhanns Berg Guðmundssonar hjá Burnley orðaður við starfið. Sean Dyche hefur unnið frábært starf með Burnley en ekki er víst að hans hæfileikar myndu nýtast hjá stórliði.