Jamie Carragher sérfræðingur Sky Sports segir að Everton sé með leikmenn sem séu veikir andlega.
Pressa er byrjuð að myndast á Sam Allardyce í starfi sínu sem knattspyrnustjóri félagsins.
Meiri líkur en minni eru á því að Gylfi Þór Sigurðsson fái nýjan mann í brúnna í sumar.
,,Þetta er rosalega mikið farið að minna mig á Roy Hodgson hjá Liverpool, Stóri Sam passar ekki í starfið,“ sagði Carragher.
,,Hann virðist hafa átt að gera tvo hltui þegar hann fékk starfið, halda liðinu í efstu deild og sýna að hann geti meira en bara það. Hann er ekki að sýna að hann geti það.“
,,Stuðningsmenn Everton vildu aldrei fá hann, hann stýrir liðum í fallbaráttu og Everton horfir öðruvísi á sig. Það er samt á hreinu að leikmennirnir eru veikir andlega, það er ekki hægt að segja neitt annað.“