Benjamin Mendy bakvörður Manchester City er byrjaður að æfa eftir löng meiðsli.
Mendy sleit krossband í september og því er bati hans hreint magnaður.
Stefnt er af því að Mendy spili eftir páska en þá gæti hann náð að tryggja sér HM sæti hjá Frakklandi.
Mendy var keyptur frá Monaco síðasta sumar en um er að ræða afar öflugan vinstri bakvörð.
Mendy tók þátt í æfingu City í dag og mun álagið á honum aukast á næstu dögum og vikum.
In training today…@benmendy23 💪@sterling7 💪
Fabian Delph 💪#mancity pic.twitter.com/TyZCkJ3k8Q— Manchester City (@ManCity) March 5, 2018