Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu er nú lokaður.
Það er hins vegar alltaf nóg af slúðri en það er BBC sem tók saman.
—————
Stjórn Arsenal er að snúast upp gegn Arsene Wenger. (Mirror)
Wenger segist hafa hafnað öllum heiminum til að halda áfram með Arsenal. (Telegraph)
West Ham vill fá Jonny Evans frá West Brom í sumar. (Mail)
Jack Wilshere miðjumaður Arsenal ætlar að fara ef hann fær ekki betri samning frá félaginu. (Mail)
Manchester United mun ekki stækka Old Trafford til að eyða peningum í leikmenn. (Mail)
Wilian gæti farið frá Chelsea en AC Milan og Manchester United hafa áhuga. (Star)
Alan Pardew verður rekinn frá West Brom ef liðið tapar gegn Watford. (Mirror)
Barcelona og Liverool vilja fá Houssem Aouar frá Lyon en hann er 19 ára gamall. (Goal)