Crystal Palace mun á næstunni staðfesta komu Diego Cavalieri til félagsins. Hann semur út tímabilið.
Cavalieri spilaði með Fluminense á síðustu leiktíð.
Markvörðurinn er kominn á síðustu ár ferilsins en hann var hjá Liverpool frá 2008 til 2010.
Cavalieri spilaði átta leiki en ekki neinn leikur var í ensku úrvalsdeildinni.
Roy Hodgson stjóri Palace vildi fá inn þriðja markvörðinn en fyrir eru Wayne Hennessey og Julian Speroni.
,,Allt er klárt, þetta snýst bara um pappírsvinnu,“ sagði Hodgson.