Lið í ensku úrvalsdeildinin eru nú að gera upp síðustu leiktíð fjárhagslega.
Liverpool gaf út skýrslu sína í dag ten tekjur félagsins jukust um 62 milljónir punda á síðasta tímabili.
Félagið þénaði 364 milljónir punda og var hagnaður félagsins 39 milljónir punda eftir skatta.
Um er að ræða tímabil til 31 maí 2017 en félagið gerði 12 nýja samninga við styrktaraðila.
Guardian segir að Liverpool ætli að nýta þessa góðu tíma í að styrkja leikmannahóp sinn.
Sagt er að Jurgen Klopp fái talverða fjármuni til að bæta hóp sinn til að geta farið að berjast um titla.