Thierry Henry fyrrum sóknarmaður Arsenal er einn af þeim sem er nefndur til sögunnar að taka við liðinu.
Arsene Wenger gæti látið af störfum í sumar enda er ekki mikil ánægja með störf hans.
Stewart Robson fyrrum leikmaður Arsenal segir Henry langt því frá kláran í starfið.
,,Thierry hefur ekki næga reynslu, hann las leikinn ekki nógu vel miðað við það sem hann segir í sjónvarpinu,“ sagði Robson.
,,Hann er að verða betri sem sérfræðingur en hann er ekki rétti maðurinn. Hann þarf reynslu og að þjálfa minni lið fyrst.“
,,Hann er aðstoðarþjálfari Belgíu en það er allt annað en að stýra þessu.“