Rio Ferdinand varnarmaður Manchester United hefur sagt frá því þegar hann áttaði sig á því Roy Keane væri klikkaður.
Ferdinand gekk í raðir Manchester United árið 2002 en hann talar fallega um Keane.
,,Ég fékk boltann og sendi hann á Neville sem var í minni liði á æfingu, í venjulegum leik væri þetta frábær sending. Á samherja sem gat fari upp völlinn,“ sagði Ferdinand.
,,Keane snéri sér þá að mér að senda boltann upp völlinn, að ég ætti að taka áhættur. Ég væri ekki að spila fyrir Leeds eða West Ham lengur.“
,,Ég hugsaði þarna hversu klikkaður hann væri, ég hefði hitt á samherja. Það væri nú í lagi. Ég fór heim og hugsaði að hann væri alveg ruglaður, hvernig ég gæti höndlað svona á hverjum degi.“
,,Ég áttaði mig á því hins vegar að hann hafði rétt fyrir sér, maður yrði að taka áhættur og þannig spilaði ég svo allan minn feril.“