Ítalska knattspyrnusambandið fylgist náið með því hvernig Antonio Conte stjóra Chelsea gengur.
Tvö ár eru síðan að Conte hætti með ítalska landsliðið til að taka við Chelsea.
Líklegt er hins vegar að Chelsea losi sig við Conte í sumar.
Ítalir eru án þjálfara og eru rólegir, liðið komst ekki inn á HM og vilja menn því taka rétta ákvöðrun.
,,Við höfum ekki valið en ég held að Conte myndi vinna besta starfið,“ Alessandro Costacurta hjá knattspyrnusambandi á Ítalíu.
,,Ég mun ræða við hann á næstu mánuðum, það er á hreinu.“