Breytingar verða á enska bikarnum þegar vetrarfrí mun taka gildi í ensku úrvalsdeildinni árið 2020.
Í febrúar mun hvert lið í deildinni fá hið minnsta 13 daga frí.
Þetta er mál sem stjórar í deildinni hafa mikið barist fyrir síðustu ár.
Enska deildin hefur verið sú eina sem ekki hefur haft vetrarfrí af stærstu deildum Evrópu.
Allar helgar verða þó nýttar til að spila en spilaðir verða fimm leikir eina helgina og fimm þá næstu. Liðin fara því ekki í frí á sama tíma.
Til að koma þessu fyrir færist fimmta umferð enska bikarsins yfir á virka daga í stað helgar. Hætt verður að spila endurtekna leiki í bikarnum ef jafntefli er.