Sam Allardyce stjóri Everton segir að félagið hafi borgað of háar upphæðir fyrir þá leikmenn sem félaigð hefur verið að kaupa.
Allardyce tók við Everton í vetur en liðið hefur eytt um 200 milljónum punda í leikmenn á þessu ári.
Þar á meðal fóru 45 milljónir punda í Gylfa Þór Sigurðsson síðasta sumar.
,,Félagið hefur verið að borga alltof hátt verð,“ sagði Allardyce en ekki er öruggt að hann haldi starfi sínu eftir sumarið.
,,Everton þarf að borga hærra verð þessa dagana því félög vita að Everton á fjármuni.“
,,Ef þetta væri Manchester United myndi verðið hækka enn meira.“