Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu er nú lokaður.
Það er hins vegar alltaf nóg af slúðri en það er BBC sem tók saman.
—————
Neymar á að hafa tjáð forráðamönnum Real Madrid það að hann vilji fá betri laun en Cristiano Ronaldo ef hann á að ganga til liðs við félegið. (Express)
Paul Pogba er sagður tilbúinn að yfirgefa Manchester United ef Jose Mourinho verður áfram með félagið. (Sun)
Glenn Hoddle segir að það Pogba búi yfir miklum hæfileikum en hvort að Jose Mourinho geti grafið þá fram er annað mál. (Mail)
Manchester United fylgist með Sergej Milinkovic, miðjumanni Lazio en hann kostar í kringum 80 milljónir punda. (Mirror)
Louis van Gaal er sterklega orðaður við stjórastöðuna hjá Chelsea, ef Antonio Conte hættir með liðið. (Mirror)
Conte ætlar ekki að róa sig niður á hliðarlínunni. (Express)
David de Gea vill fá 350.000 pund á viku ef hann á að skrifa undir nýjan samning við félagið. (Sun)
Abdoulaye Doucoure, miðjumaður Watford er stoltur yfir áhuga frá Arsenal og Liverpool. (L’Equipe)
Aymeric Laporte segir að það hafi verið rétt ákvörðun hjá sér að hafna því að fara í ensku úrvalsdeildina fyrir átján mánuðum síðan. (Telegraph)
Leikmenn City fá ekki að fá sér bjór ef þeir vinna enska Deildarbikarnn í dag. (Independent)