fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
433

Jose Mourinho: Við vorum að vinna frábært lið

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 25. febrúar 2018 16:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United tók á móti Chelsea í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag en leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna.

Willian kom Chelsea yfir en Romelu Lukaku jafnaði metin fyrir Manchester United áður en Jesse Lingard skoraði sigurmark leiksins í síðari hálfleik eftir að hafa komið inná sem varamaður og loktölur því 2-1 fyrir United.

Jose Mourinho, stjóri Manchester United var að vonum afar sáttur með sigur sinna manna í dag.

„Við vorum að vinna frábært lið. Það er ástæða fyrir því að þeir unnu ensku úrvalsdeldina í fyrra, þeir spiluðu frábærlega á móti Barcelona og þeir byrjuðu leikinn mjög vel,“ sagði Mourinho.

„Ég endurtek það sem ég sagði áðan, við vorum að vinna frábært lið. Við þurftum að vera skipulagðir, leikmenn fylgdu leikplaninu og þetta gekk upp hjá okkur í dag.“

„Eftir að við komumst í takt við leikinn náðum við að spila við þá og tókum stjórn á leiknum. Við héldum Hazard niðri og Willian niðri en þeir eru báðir frábærir knattspyrnumenn.“

„Þeir voru hins vegar ekki að skapa mikið þegar leið á leikinn og mér fannst við stjórna þessum leik meira og minna allan tímann,“ sagði stjórinn að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sigurður varpar sprengju – „Ég held þetta sé alveg komið gott, reka hann strax“

Sigurður varpar sprengju – „Ég held þetta sé alveg komið gott, reka hann strax“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arnar er maðurinn sem Færeyingarnir eru á eftir

Arnar er maðurinn sem Færeyingarnir eru á eftir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Tottenham tapaði gegn Forest

England: Tottenham tapaði gegn Forest
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stelpurnar vekja heimsathygli fyrir þessa takta fyrir framan myndavélarnar – Sjáðu myndbandið

Stelpurnar vekja heimsathygli fyrir þessa takta fyrir framan myndavélarnar – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Manchester United ekki séð annað eins í yfir 60 ár

Manchester United ekki séð annað eins í yfir 60 ár
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Fór vel yfir strikið og skemmdi rándýran hlut í beinni útsendingu

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Fór vel yfir strikið og skemmdi rándýran hlut í beinni útsendingu
433Sport
Í gær

Hafa litlar áhyggjur af nýju stjörnunni fyrir norðan – Sagan sýni þó að þetta beri að varast

Hafa litlar áhyggjur af nýju stjörnunni fyrir norðan – Sagan sýni þó að þetta beri að varast
433Sport
Í gær

Staðfestir að lykilmaður verði frá í dágóðan tíma

Staðfestir að lykilmaður verði frá í dágóðan tíma