Cardiff tók á móti Bristol City í ensku Championship deildinni í dag en leiknum lauk með 1-0 sigri heimamanna.
Það var Kenneth Zohore sem skoraði eina mark leiksins á 82. mínútu og niðurstaðan því 1-0 fyrir Cardiff.
Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði Bristol City í dag og spilaði allan leikinn í vinstri bakverðinum.
Cardiff er í öðru sæti deildarinnar með 67 stig en Bristol er nú komið niður í sjötta sætið í 54 stig.