Liverpool tók á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk með 4-1 sigri heimamanna.
Það voru þeir Emre Can, Mohamed Salah, Roberto Firmino og Sadio Mane sem skoruðu mörk Liverpool í dag en Michail Antonio minnkaði muninn fyrir West Ham í stöðunni 3-0.
Salah hefur nú skorað 31 mark á leiktíðinni og hefur hann þar með jafnaði metið hans Luis Suarez frá tímabilinu 2013-14 en enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk fyrir Liverpool á einu tímabili.
Þá hefur Egyptinn skorað 20 mörk með vinstri fæti á þessari leiktíð en enginn leikmaður, í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur afrekað það áður.
Salah er því að skrifa sig á spjöld sögunnar hjá Liverpool en hann kom til félagsins síðasta sumar frá Roma fyrir 36 milljónir punda.
20 – Mo Salah has scored 20 goals with his left foot in the Premier League this season, the most by a player in a single season in the competition's history. Phenomenon. pic.twitter.com/M6ybeBTWFF
— OptaJoe (@OptaJoe) February 24, 2018