Mohamed Salah, sóknarmanni Liverpool dreymir um að vinna ensku úrvalsdeildina með félaginu.
Salah kom til félagsins frá Roma síðasta sumar fyrir rúmlega 36 milljónir punda og hefur hann verið besti leikmaður liðsins á leiktíðinni.
Hann er næst markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á eftir Harry Kane og þá hefur hann skorað 30 mörk fyrir Liverpool á þessari leiktíð.
„Ég kom hingað til þess að vinna titla,“ sagði Salah.
„Ég get lofað stuðningsmönnunum því að við erum að leggja okkur 150% fram á æfingasvæðinu, alla daga til þess að reyna skila titlum í hús á Anfield.“
„Draumur minn er að vinna ensku úrvalsdeildina einn daginn og ég vil gera það með Liverpool,“ sagði hann að lokum.