Manchester United tekur á móti Chelsea í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn næsta.
Leikurinn hefst klukkan 14:05 að íslenskum tíma en heimamenn sitja í öðru sæti deildarinnar með 54 stig á meðan Chelsea er í fjórða sætinu með 53 stig.
Reikna má fastlega með því að Romelu Lukaku, framherji United verði í byrjunarliðinu á sunnudaginn gegn sínum gömlu félögum.
Hann hefur skorað 12 mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en ekkert af þessum mörkum hefur komið gegn efstu átta liðunum í deildinni.
Lukaku hefur verið talsvert gangrýndur fyrir að hverfa í stóru leikjunum á þessari leiktíð en hann kom til United síðasta sumar frá Everton.
United borgaði 75 milljónir punda fyrir hann sem gerir hann að næst dýrasta leikmanni í sögu félagsins en í heilar 900 mínútur, gegn efstu átta liðunum hefur hann átt 17 markskot án þess að skora.