Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu er nú lokaður.
Það er hins vegar alltaf nóg af slúðri en það er BBC sem tók saman.
—————
David de Gea er að skrifa undir nýjan samning við Manchester United. (Times)
Real Madrid hefur áhuga á Raheem Sterling sem hefur ekki fengið nýtt samningstilboð frá Manchester City. (Mirror)
Paul Pogba telur meðferð Jose Mourinho á sér harkalega. (Mirror)
Stjórnarmenn Real Madrid hafa viðurkennt að félagið vilji selja Gareth Bale í sumar. (Independent)
Chelsea hefur áhuga á Jamaal Lascelles miðverði Newcastle. (Standard)
Juventus hefur náð samkomulagi við Manchester United um að kaupa Matteo Darmian í sumar. (Calcio)
Faðir Neymar er í viðræðum við Florentino Perez forseta Real Madrid. (Diario)