Hópur af knattspyrnubullum frá Rússlandi skelltu sér til Argentínu í janúar til að skipuleggja ofbeldi sitt á HM í Rússlandi.
Um er að ræða hópa sem eru þekktir fyirr ofbeldi sitt í kringum knattspyrnuleiki.
Tíu stuðningsmenn frá Rússlandi fóru til Argentínu og hittu þar knattspyrnubullur.
Hópur stuðningsmanna Rússlands og Argentínu ræddi þar hvernig ætti að berja á stuðningsmönnum Englands. Rússar og Englendingar voru í slagsmálum á EM í Frakklandi.
Ljóst er að hart verður tekið á öllu ofbeldi í sumar en stuðningsmenn Íslands þurfa að fara varlega í Rússlandi.