Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu er nú lokaður.
Það er hins vegar alltaf nóg af slúðri en það er BBC sem tók saman.
—————
Real Madrid ætlar að leggja fram tilboð í Paul Pogba í sumar en United mun eki sleppa honum fyrir minna en 120 milljónir punda. (Sun)
Pogba ætlar sér að sanna sig hjá Manchester United þrátt fyrir að vera ekki alltaf sammála Jose Mourinho. (Telegraph)
Paul Ince, fyrrum fyrirliði United segir að koma Sanchez hafi haft slæm áhrif á Pogba. (Mirror)
Eiginkona Mauro Icardi reynir nú að koma honum til Manchester United. (ESPN)
Liverpool vill klára kaupin á Alisson, markmanni Roma áður en sumarglugginn opnar en hann kostar 62 milljónir punda. (Sky Sports)
Þá gæti félagið einnig haldið tryggð við Karius, ef Roma neitar að selja á hagstæðu verði. (Telegraph)
Joe Hart er tilbúinn að yfirgefa Manchester City í sumar en hann hefur nú misst sæti sitt í liði West Ham þar sem hann hefur verið á láni. (Sun)
Malcom má yfirgefa Bordeaux í sumar en hann hefur verið sterklega orðaður við Arsenal. (Sky Sports)
John Terry vill snúa aftur til Chelsea í sumar og gerast þjálfari hjá félaginu. (Mirror)
Tottenham gæti verið opið fyrir því að selja Toby Alderweireld í sumar. (LOndon)