Neil Warnock stjóri Cardiff hefði áhuga á að taka við íslenska landsliðinu. Frá þessu greindi Guðmundur Benediktsson í Akraborginni í gær.
Óvissa ríkir um hvort Heimir Hallgrímsson haldi áfram með strákana okkar eftir HM í Rússlandi.
Þá er samningur Heimis á enda og hann hefur ekki viljað setjast niður og ræða nýjan samning.
Guðmundur er á ferð um heiminn og taka upp þætti um strákana okkar og ræðir við þjálfara. Hann ræddi við Warnock þegar hann heimsótti Aron Einar Gunnarsson.
,,Ég ætla að segja það, ef Heimir Hallgrímsson er að hlusta. Hann var með skýr skilaboð til Heimis, ef Heimir er að íhuga að hætta þá er Warnock klár. Hann er til í að taka við landsliðinu,“ sagði Guðmundur í Akraborginni.
,,Hann sagðist vera ti í að taka við landsliðinu.“
Viðtalið við Guðmund er í heild hér að neðan.