Jón Daði Böðvarsson var í dag valinn besti leikmaður Reading fyrir janúarmánuð.
Hann átti frábæran mánuð með liðinu þar sem hann skoraði fimm mörk.
Jón átti ekki átt fast sæti í liðinu á fyrri hluta tímabilsins, m.a vegna meiðsla.
Hann nýtti hins vegar tækifærið vel í enska FA-bikarnum í janúar þar sem hann skoraði þrennu gegn Stevenage.
Jón hefur skorað 8 mörk með Reading á þessari leiktíð en liðið situr í 18. sæti Championship-deildarinnar með 32 stig.