Gylfi Þór Sigurðsson reimaði á sig markaskóna þegar Everton vann góðan sigur á Crystal Palace um helgina.
Líkt og allir hjá Everton hefur verið pressa á liðinu nánast frá upphafi tímabils að leiðrétta slæmt gengi. Everton hefur verið að spila vel á heimavelli en slæm töp á úitvelli hafa haft áhrif á umræðuna.
,,Síðan Sam kom hingað þá hefur verið meiri stöðuleiki þrátt fyrir slæm úrslit gegn Tottenham og Arsenal,“ sagði Gylfi.
,,Við verðum að halda þessum stöðugleika, sérstaklega á heimavelli. Ef við getum gert það þá mun tímabilið enda á jákvæðum nótum.“
,,Að vinna tvo af síðustu þremur leikjum er ekki svo slæmt, við unnum báða heimaleikina okkar sem er gott. Við höfum verið öflugir í Guttagarði, við eigum mikilvæga leiki á næstunni og við verðum að halda okkur á sigurbraut.“
,,Við horfum upp töfluna en höfum gert vel allt tímabilið. Við viljum taka upp eins mörg stig og hægt er.“
Gylfi og félagar áttu að gera stóra hluti á tímabilinu. ,,Ég setu pressu á mig sjálfan, það voru meiri væntingar til mín og liðsins. Við vorum ekki að spila vel.“
,,Síðustu vikur hafa verið góðar fyrir mig, ég skoraði á laugardag og lagði upp. Ég lagði líka upp fyrir Walcott gegn Leicester. Vonandi held ég áfram.“