Harry Kane, framherji Tottenham var um tíma hjá Arsenal en hann gekk til liðs við Tottenham árið 2004.
Kane hefur stimplað sig inn sem einn af bestu framherjum heims í dag en hann er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.
Liam Brady, fyrrum yfirmaður akademíu Arsenal greindi frá því á dögunum að félagið hefði látið hann fara þar sem að hann var of þungur á sínum tíma.
„Hann var frekar feitur,“ sagði Brady.
„Hann var ekki byggður eins og íþróttamaður en við gerðum stór mistök. Tottenham sendi hann á lán til neðri deildarfélaga.“
„Hann var hins vegar staðráðinn í að sanna sig og á endanum gerði hann það. Hann á allan þann árangur sem hann hefur náð, skilinn.“
„Hann vill alltaf vera að bæta sig og það er ástæðan fyrir því að hann er besti framherji í heiminum í dag,“ sagði hann að lokum.