Aston Villa tekur á móti Birmingham í ensku Championship deildinni í dag klukkan 12:00.
Heimamenn hafa verið á miklu skriði að undanförnu en Villa er í þriðja sæti deildarinnar með 56 stig, tveimur stigum á eftir Derby sem er í öðru sætinu.
Birkir Bjarnason byrjar á bekknum hjá Villa í dag en hann hefur verið að spila frábærlega með liðinu að undanförnu.
Stuðningsmenn Villa eru allt annað en sáttir með þetta og hafa látið í sér heyra á Facebook síðu félagsins.
Brot af umræðunni má sjá hér fyrir neðan.