Alexandre Lacazette, framherji Arsenal er ekki vinsælasti leikmaður á Emirates þessa dagana.
Hann kom til félagsins frá Lyon síðasta sumar þar sem hann skoraði 100 mörk í 203 leikjum fyrir franska félagið.
Arsenal borgaði 46,5 milljónir punda fyrir hann en Lacazette hefur ekki verið iðinn við markaskorun að undanförnu og hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu þrettán leikjum sínum.
Stuðningsmenn Arsenal virðast vera búnir að missa þolinmæðina gagnvart honum en hann fékk tvö mjög góð færi í leik Tottenham og Arsenal, en mistókst að skora.
Einn ákveðinn stuðningsmaður líkti honum við dýran Emile Heskey en brot af umræðunni má sjá hér fyrir neðan.
Lacazette is an expensive Emile Heskey omg.
— Mike Sanz (@mikesanz19) February 10, 2018
Lacazette is literally the biggest flop of all time.
— DaG (@mediocentroEN) February 10, 2018
If only Lacazette was as sharp as his trim 😒
— #BlackieChan (@LethalBizzle) February 10, 2018
Lacazette is worse than Soldado Janssen and Llorente combined
— Simply (@Simply_Spurs) February 10, 2018