Manchester City tók á móti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk með 5-1 sigri heimamanna.
Raheem Sterling kom heimamönnum yfir strax á 3. mínútu en Jamie Vardy jafnaði metin fyrir gestina, tuttugu mínútum síðar og staðan því 1-1 í hálfleik.
Sergio Aguero hlóð svo í fernu í síðari hálfleik og niðurstaðan því öruggur 5-1 sigur heimamanna.
Einkunnir úr leiknum frá Sky Sports má sjá hér fyrir neðan.
Man City: Ederson (7), Walker (7), Otamendi (6), Laporte (6), Zinchenko (6), De Bruyne (9), Gundongan (7), Fernandinho (7), B Silva (7), Aguero (9), Sterling (8).
Varamenn: Danilo (6).
Leicester: Schmeichel (4), Maguire (4), Dragovic (5), Fuchs (4), Albrighton (5), A Silva (5), James (5), Ndidi (5), Chilwell (4), Vardy (6), Diabate (5).
Varamenn: Simpson (5), Mahrez (5), Iheanacho (5).