Swansea tekur á móti Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag klukkan 15:00 og eru byrjunarliðin klár.
Heimamenn hafa verið að klifra upp töfluna í undanförnum leikjum og situr liðið sem stendur í sautjánda sæti deildarinnar með 24 stig.
Burnley hefur komið á óvart á þessari leiktíð en liðið er í sjöunda sæti deildarinnar með 26 stig, 9 stigum frá Arsenal sem er í sjötta sætinu.
Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan.
Swansea: Fabianski, Ki Seung-yeung, van der Hoorn, Mawson, Dyer, Carroll, Olsson, Clucas, Jordan Ayew, Naughton, Fernandez.
Burnley: Pope, Lowton, Taylor, Cork, Mee, Vokes, Barnes, Hendrick, Gudmundsson, Lennon, Long.