Liverpool tók á móti Tottenham í gærdag í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.
Mohamed Salah skoraði bæði mörk Liverpool í gær en það voru þeir Victor Wanyama og Harry Kane sem skoruðu mörk Tottenham.
Tottenham fékk tvær vítaspurnur í leiknum í gær og tók Harry Kane þær báðar en hann misnotaði fyrstu spyrnu sína.
Þegar flautað var til leiksloka var Kane að ganga af velli þegar hann sagði í myndavélina að það mætti ekki gefa honum tvö tækkifæri til þess að skora.
Stuðningsmenn Liverpool eru allt annað en sáttir með ummælin enda vilja þeir meina að hvorug vítaspyrnan hafi verið réttur dómur og þá eru þeir ósáttir með hrokann í Kane.
Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.
QUOTE: @HKane after his second penalty for @SpursOfficial vs @LFC:
🗣 "You can’t give me two tries." 😎🔥
— SPORF (@Sporf) February 5, 2018