Jóhann Berg Guðmundsson tryggði Burnley stig gegn Manchester City á laugardag og er Danny Murphy sérfræðingur BBC er einn af þeim sem hrósar honum.
Sean Dyche stjóri Burnley breytti til í seinni hálfleik, Aaron Lennon fór yfir á hægri kantinn í þeim síðari og Jóhann Berg fór á þann vinstri.
Jóhann hefur spilað mest á hægri kantinum en með komu Lennon gæti hann færst yfir á þann vinstri.
,,Þeir virkuðu í betra jafnvægi, Burnley fékk boltann á betri stöðum. City missti kraft og Lennon fór að keyra á leikmenn og gæði Jóhanns með hans öfluga vinstri fót skiluðu sér í góðum fyrirgjöfum,“ sagði Murphy.
,,Þetta var góð taktísk breyting hjá Sean Dyche, með þessu kom Jóhann inn af vinstri kantinum og skoraði markið.“
,,Það sem Burnley gerði í seinni hálfleik var mjög gott, þetta var mjög vel klárað hjá Jóhanni.“