Watford tók á móti Chelsea í kvöld í mánudagsleik ensku úrvalsdeildarinnar en leiknum lauk með 4-1 sigri heimamanna.
Það var Eden Hazard sem skoraði mark Chelsea í kvöld en þeir Troy Deeney, Daryl Janmaat, Gerard Deulofeu og Roberto Pereyra sáu um að tyggja Watford stigin þrjú og niðurstaðan 4-1 sigur Watford.
Antonio Conte, stjóri Chelsea hafði þetta að segja þegar að hann var spurður út í framtíð sína hjá félaginu.
„Staða mín hefur ekki breyst. Ég verð hérna áfram og held áfram að sinna mínu starfi,“ sagði Conte.
„Pressan? Hvaða pressa? Af hverju ætti ég að finna fyrir pressu?“
„Ég vinn hérna, ef þetta er komið gott þá er það bara þannig. Ef ekki þá þarf félagið að taka ákvörðun,“ sagði Conte að lokum.