Leicester tekur á móti Swansea City í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn næsta.
Heimamenn eru í nítjánda sæti deildarinnar með 23 stig en Leicester er í því áttunda með 34 stig.
Óvíst er hvort Riyad Mahrez, lykilmaður Leicester verði með í leiknum en hann er í fýlu þessa dagana eftir að enska liðið neitaði að selja hann til Manchester City í janúarglugganum.
Carlos Carvalhal, stjóri Swansea var spurður út í hugsanlega fjarveru Mahrez á blaðamannafundi í dag og kom með frábært svar.
„Ég á hús og ég veit ekkert hvað nágrannarnir gera. Ég hugsa um fjölskyldu mína og hundana mína,“ sagði stjórinn.
„Ég heilsa þeim þegar að ég hitti þá en ekkert meira. Það er ekki mitt vandamál,“ sagði hann að lokum.