Félagskiptaglugginn á Englandi lokaði formlega í gær.
Liverpool lét til sín taka í upphafi gluggans og fékk Virgil van Dijk frá Southampton á 75 milljónir punda.
Félagið seldi hins vegar Philippe Coutinho til Barcelona fyrir 142 milljónir punda en hann hefur verið einn besti leikmaður liðsins, undanfarin ár.
Liverpool reyndi að fá Naby Keita frá RB Leipzig í glugganum og var tilbúið að borga aukalega fyrir það en þýska félagið vildi ekki sleppa miðjumanninum.
Keita mun ganga til liðs við Liverpool næsta sumar en þýska félagið stóðst ekki mátið og gerði létt grín að tilraunum enska félagsins í glugganum og setti inn Twitter færslu í morgun.
Færsluna sem þeir settu inn má sjá hér fyrir neðan.
It's February 1st! 🙌 #DieRotenBullen pic.twitter.com/uo7u0XG8Qr
— RB Leipzig English (@RBLeipzig_EN) February 1, 2018